Murphy verður faðir grínista

eddie

Gamanleikarinn Eddie Murphy hefur verið ráðinn til að leika í ævisögulegri mynd um grínistann frábæra Richard Pryor sem Lee Daniels mun leikstýra. Murphy mun hinsvegar ekki leika Pryor sjálfan, heldur föður hans,  LeRoy “Buck Carter” Pryor.

Strap in and brace yourself. They done let me and him out of our cages! #idonteventhinkimreadyforthisone! #excited #proud #OMG

A photo posted by Lee Daniels (@theoriginalbigdaddy) on

Það er Mike Epps sem mun leika Richard Pryor sjálfan, en Murphy verður fyrrum hermaðurinn og hnefaleikakappinn, faðir hans.

Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að gera bíómynd um líf Pryor, en enginn þeirra hefur náð á leiðarenda. Bill Condon var á tímabili með mynd í smíðum þar sem Murpy átti að leika Pryor, en það gekk ekki eftir.

The Butler leikstjórinn Daniels er nú talinn líklegur til að fara alla leið með verkefnið, en Oprah Winfrey og Kate Hudson eru orðaðar við hlutverk í myndinni.

Næsta mynd Eddie Murphy heitir Cook.