Eddie Murphy er sannfærður um að hann muni vinna Óskarsverðlaun í framtíðinni, og hann er meira að segja búinn að taka frá pláss fyrir styttuna heima hjá sér.
Dr. Doolittle leikarinn sagði að hann ætti nóg eftir ennþá, og nægur tími væri til að ná þessu markmiði, jafnvel þó hann nái því ekki fyrr en undir lok ferils síns og fengi þá verðlaun fyrir ævistarfið.
„Ég er með borð tilbúið þar sem styttan myndi sóma sér vel,“ sagði Murphy við The Hollywood Reporter. „
„Ég bíð rólegur enda er ég við góða heilsu, ég er ekkert að fara neitt, og ef ég fæ styttuna ekki þá, að lokum, þegar ég er níræður – bíddu fá menn ekki alltaf styttu að lokum ef maður er búinn að vera í bransanum nógu lengi? Að lokum þá munu þeir láta mig fá eina slíka.“
Leikarinn, sem er 55 ára gamall, ræddi einnig um vinsældir sumra mynda sinna, og sagði að hann hefði aldrei leikið í mynd sem hafi kolfallið í miðasölunni.
„Að mínu mati, þá hef ég aldrei átt misheppnaða mynd, eða mynd sem virkaði ekki,“ sagði Murphy.
„Og ef ég má vera fullkomlega heiðarlegur, þá höldum við Pluto Nash [Murphy myndina] í heiðri á mínu heimili. Við höldum ekki upp á Jólin, við erum með Pluto Nash daginn. Og við höldum ekki upp á Hrekkjavökuna, við erum með Vampire in Brooklyn [ önnur Eddie Murphy mynd ] dag.“
Murphy hefur einu sinni verið tilefndur til Óskarsverðlauna, en það var fyrir leik sinn í myndinni Dreamgirls.