Mummy 3 Plakat: Mortal Kombat rip-off?

Maria Bello kemur í stað Rachel Weisz í næstu Mummy mynd og mun vera æst í að gera enn fleiri myndir, en næsta Mummy mynd ber nafnið The Mummy: Tomb of the Dragon Emperor. Hún kemur í kvikmyndahús 1.ágúst á þessu ári. Jet Li, Maria Bello og Brendan Fraser hafa tekið að sér hlutverk í henni.

Bello sagði í viðtali að það myndu koma tvær aðrar Mummy myndir til viðbótar við þá næstu, og önnur þeirra myndi gerast í Amazon regnskóginum.

Fyrir nokkrum dögum síðan lak út plakat fyrir næstu Mummy mynd og einhvernveginn held ég að það sé feik (eða vona það allavega). Plakatið er nefnilega skuggalega líkt Mortal Kombat plakatinu, sem flestir þekkja. Við leyfum ykkur að dæma: