Mummy 3 bönnuð í Kína ?

Rob Cohen hefur tekist að pirra Kínverjana ansi mikið með nýjustu Mummy myndinni, sem ber nafnið The Mummy: Tomb of the Dragon Emperor, en hún verður frumsýnd á Íslandi 1.ágúst vonandi. Hvernig hann fór að því er hins vegar algerlega óvitað.

Ritskoðarar á vegum ríkisins krefjast þess að fjölmörg atriði verði klippt úr myndinni áður en hún fer í bíó, en gefa þó enga ástæðu fyrir þessari kröfu. Universal eru bjartsýnir á því að redda þessu en dreifingaraðili myndarinnar í Kína segir það of snemmt til að sjá hvað gerist næst.

Það skrýtnasta við þetta er að The Mummy: Tomb of the Dragon Emperor var að mestu tekin upp í Kína, en talið er að nýsett reglugerð sé mikill áhrifavaldur í því að banna myndina, þar sem hún bannar alla drauga og yfirnáttúrulegar verur í öllum myndum!