Mr. T finnst A-Team ekki fjölskylduvæn

Hinn upprunalegi BA Baracus, þessi með hanakambinn í A-Team, Mr. T, er búinn að horfa á nýju A-Team myndina, og virðist ekki vera alveg sáttur. „Fólk deyr í myndinni, og það er fullt af kynlífi, en í upprunalegu þáttunum þá meiddi sig enginn, og við lögðum þetta upp sem skemmtun fyrir alla fjölskylduna,“ sagði Mr. T, en vitnað er í hann á vefsíðunni themovieblog.com.

„Það virðist sem að enginn hafi áhuga á þessum gömlu gildum lengur,“ segir gamli harðhausinn, sem er greinilega orðinn mýkri í seinni tíð. „Myndin sýndi full mikið fyrir minn smekk, en ég efast ekki um að hún mun samt slá í gegn. En hún mun samt ekki slá út sjónvarpsþættina okkar sem við komum með í hverri viku á sínum tíma.“

Það er spurning hvort fólk hafi meiri áhuga á í dag, léttri fjölskylduvænni A-Team skemmtun, eða hraða, action gaman hasar, eins og nýja myndin býður upp á.

Mr. T er mjúkur eins og smjör.