Rami Malek, sem vann Emmy verðlaunin í ár fyrir frammistöðu sína í í hlutverki Elliot í bandarísku tölvuhakkara-sjónvarpsseríunni Mr. Robot, hefur verið ráðinn til að leika goðsögnina Freddie Mercury, söngvara bresku hljómsveitarinnar Queen, í myndinni Bohemian Rhapsody, nýrri ævisögulegri mynd um hljómsveitina.
Grínistinn Sacha Baron Cohen hafði áður verið ráðinn í hlutverkið en hætti við vegna listræns ágreinings við hljómsveitina.
Brian May, gítarleikari hljómsveitarinnar, og Roger Taylor, trommuleikari, eru tónlistarstjórar verkefnisins. Um áratugur er síðan undirbúningur myndarinnar hófst. Leikstjóri er X-Men leikstjórinn Bryan Singer.
Tökur hefjast á næsta ári.
Kíktu á tónlistarmyndabandið við lagið Bohemian Rhapsody hér fyrir neðan til að fá nasaþef af því hvað er í vændum: