New Line Cinema hefur tilkynnt að ný Mortal Kombat mynd sé í vinnslu. Hefur stúdíóiðo fengið Kevin Tancharoen til að leikstýra, og Oren Uziel til handritsgerðar. Þetta er sérstaklega merkilegt í ljósi þess að fyrstu kynni þeirra félaga af Mortal Kombat var stuttmynd sem hét Mortal Kombat: Rebirth, og þeir settu á netið sumarið 2010, og var í raun ekki annað en vel gerð aðdáendamynd. Michael Jay White og Jeri Ryan fóru með stór hlutverk í þeirri mynd, og í vefþáttunum Mortal Kombat: Legacy, sem New Line hrinti í framleiðslu í samstarfi við Tancharoen þegar þeir sáu vinsældir Rebirth. Og nú virðast þeir halda að markaðurinn sé til staðar fyrir aðra kvikmynd í fullri lengd.
Tancharoen fullvissar áhorfendur um að myndin verði sitt eigið fyrirbæri, og ekki verði nauðsynlegt að hafa séð vefþættina fyrst, hvað á að hafa spilað tölvuleikina. Samt mun myndin tilheyra sama heimi, og það þýðir væntanlega að farið verður leið stuttmyndarinnar að minnka fantasíuelementið og finna raunhæfa nálgun að persónunum, svipað og Christopher Nolan gerir með Batman myndirnar. Ekki er víst hvort að neinir leikarar, þ.m.t. Michael Jay White og Jeri Ryan, muni snúa aftur í hlutverk sín, en verið gæti að stúdíóið vilji stærri stjörnur í myndina. Sem væri ansi fúlt fyrir þau sem eiga tvímælalaust hluta í þeirri velgengni sem fékk New Line til að vilja gera þessa mynd. Ef alt gengur að óskum kemur myndin í bíó árið 2013.
Hér er fyrsta stuttmyndin sem Tancharoen gerði, ef þið viljið rifja upp: