Hryllingsmyndaleikstjórinn Wes Craven, sem þekktastur er líklega fyrir myndirnar Nighthmare on Elm Street með draumamorðingjanum Freddy Krueger, hefur lokið við nýja hrollvekju og kætast þá aðdáendur hans mjög. Myndin heitir My Soul To Take, en Craven skrifaði handritið og leikstýrir.
Myndin fjallar um hóp táninga frá smábæ sem komast að því að sjö þeirra eru fædd á sama degi og fjöldamorðinginn frá Riverton var drepinn. Um sama leyti byrjar morðalda í bænum, og eftir spekúlasjónir telja menn að sál slátrarans hljóti að hafa tekið sér bólfestu í táningunum sjö, og þar með geti hann kálað fólki að vild í gegnum ungmennin.
Brrrr, ég er þegar kominn með hroll. Hvaða afmælisdagur ætli þetta sé…..
Skoðið Trailerinn hér að neðan: