Hin frábæra leikkona Julianne Moore mun leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Forgotten. Í myndinni leikur hún móður látins 8 ára drengs, sem reynir að komast að því hvort hann hafi verið raunverulegur eða hvort hann hafi aðeins verið til í ímyndun hennar. Myndinni verður leikstýrt af Joseph Ruben ( Sleeping with the Enemy ) og verður framleidd af Revolution Studios.

