Aðsókn á The Hunger Games: Mockingjay – Part 2 í Norður-Ameríku var nógu góð til þess að allar myndirnar í Hungurleika-seríunni rufu 100 milljóna dala múrinn á opnunarhelgi sinni. Myndin náði inn 101 milljón dala, sem er reyndar minnsta aðsóknin í seríunni til þessa.
Í öðru sæti var Bond-myndin Spectre með 14,6 milljónir dala og í því þriðja var The Peanuts Movie með 12,8 milljónir.
Nýjar myndir voru í fjórða og fimmta sætinu. Gamanmyndin The Night Before, með þeim Seth Rogen, Joseph Gordon-Levitt og Anthony Mackie náði 10,1 milljón dala og The Secret In Their Eyes með Julia Roberts, Chiwetel Ejiofor og Nicole Kidman í aðalhlutverki halaði inn 6.6 milljónir dala.