Mission: Delayed!

Enn fleiri slæmar fréttir berast varðandi Mission: Impossible 3. Reyndar er búið að finna leikstjóra til að leysa Joe Carnahanaf eftir að hann þurfti að hætta. Nú er það leikstjórin Jim Abrams sem hefur fengið verkefnið, en hann er einmitt maðurinn á bakvið Alias þættina vinsælu. Það breytir því þó ekki að áætlunin er gjörsamlega búin að breytast vegna seinkun og sífeldum frestunum. Tökur voru ætlaðar nú í lok ágúst í Berlín en það virðist sem því verði frestað þar til um sumarið 2005. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tökur seinkuðu, heldur þurfti að fresta fyrir þegar Tom Cruise ákvað að fara með hlutverk í nýjustu mynd Michael Mann, Collateral, þar sem hann fer með hlutverk leigumorðingja. Kenneth Branagh og Scarlett Johansson munu einnig fara með hlutverk í þriðju M:I myndinni.