Mini – Rýni: Captain Phillips (2013)

Myndin er byggð á sönnum atburðum og fjallar um Richard Phillips (Tom Hanks) sem hefur það að atvinnu að sigla stóru flutningaskipi við strendur Sómalíu. Hann verður var við einkennilega báta á ferð sinni og bregst við eins og honum hafði verið kennt, en ekki fer allt eins og það var planað.

Captain Phillips

Tom Hanks (Cast Away, Forrest Gump) er stórkostlegur í þessari frábæru mynd. Þó að myndin sé frekar löng (132 min) Þá missti ég aldrei athyglina. Þessi mynd er spennandi og virkilega vel gerð. Ótrúlegt hvað fáir leikarar ná að halda þessari mynd gangandi.

Barkhad Abdi sem leikur „Muse“ einn af ræningjunum stendur sig mjög vel í sínu fyrsta hlutverki í bíómynd. Þeim tekst að byggja upp spennu í kringum litlu atriðin og maður finnur alveg magnþrungið andrúmsloftið.

Myndinni er leikstýrt af Paul Greengrass (The Bourne Supremacy, United 93).  Henry Jackman sér um tónlistina og gerir það vel, en hann hefur einnig séð um tónlist í myndum eins og Kick-Ass og  Wreck-It Ralph.

Myndin er virkilega góð í flokknum „Action/Thriller/True Story“

Ég gef Captain Phillips 9/10.