Jasmine French er vön því að lifa hátt með frægum og háttsettum vinum, þar til veröld hennar tekur snöggum breytingum og hún leitar á náðir systur sinnar. Jasmine á í miklum erfiðleikum með að sætta sig við að vera ekki á toppnum lengur og að laga sig að „venjulegu“ lífi.
Blue Jasmine er leikstýrt og skrifuð af Woody Allen (Manhattan, Annie Hall). Persónulega hef ég aldrei verið neinn Woody Allen aðdáandi, mér hafa oft fundist myndirnar hans skrýtnar en samt um leið áhugaverðar. Blue Jasmine er góð mynd og fer ekki í furðulega flokkinn.
Cate Blanchett (The Lord of the Rings, The Talented Mr. Ripley) er alveg frábær í hlutverki Jasmine. Einnig bregður Andrew Dice Clay (The Adventures of Ford Fairlane) fyrir í myndinni og kemur skemmtilega á óvart, en hann hvarf eiginlega eftir að MTV bannaði hann árið 1989 fyrir að vera of dónalegur á „MTV Video Music Awards“. Því banni var aflétt árið 2011. Alec Baldwin (30 Rock þættirnir, The Hunt for Red October) er flottur í þessari mynd sem siðblindur viðskiptajöfur. Sally Hawkins (Cassandra’s Dream) stendur sig frábærlega í þessari mynd og var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Blue Jasmine.
Mjög góð drama mynd.
Ég gef Blue Jasmine 8 af 10.