Myndform frumsýnir stórmyndina Jurassic World á miðvikudaginn næsta, þann 10. júní.
Myndin verður sýnd um allt land, að því er segir í tilkynningu Myndforms.
„Hér er á ferðinni glænýtt framhald á einni vinsælustu kvikmyndaseríu allra tíma sem stórmeistarinn Steven Spielberg kom af stað. Jurassic World gerist á eyjunni Isla Nublar sem er sögusvið fyrstu myndarinnar þar sem Júragarðurinn var fyrst reistur. Aldrei tókst honum þá að opna sökum eftirminnilegra óhappa á prufustiginu og varð eyjan snöggt yfirtekinn af risaeðlum, af öllum stærðum og gerðum. Nú eru tuttugu og tvö ár liðin frá þeim atburðum og nú hefur verið opnaður nýr, miklu stærri og fjölbreyttari garður: Jurassic World,“ segir í tilkynningunni.
Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:
Aðalhlutverk: Chris Pratt, Judy Greer, Vincent D’Onofrio, Bryce Dallas Howard og Ty Simpkins
Leikstjórn: Colin Trevorrow
Nokkrir punktar til gamans:
– Leikstjóri myndarinnar er Colin Trevorrow, en hann vakti mikla athygli fyrir sína fyrstu mynd árið 2012, Safety Not Guaranteed. Söguhugmyndin er frá Steven Spielberg, en hann er jafnframt framleiðandi myndarinnar.
– Aðeins einn leikari sem lék í fyrri myndunum snýr aftur í þessari en það er BD Wong sem lék vísindamanninn Henry Wu í fyrstu myndinni og leikur hann á ný hér. Hann var reyndar talinn hafa farist á sínum tíma!
– Sagan í Jurassic World er beint framhald sögunnar í Jurassic Park, þ.e. fyrstu myndinni. Látið er sem atburðirnir í Jurassic Park 2 og 3 hafi ekki átt sér stað og gerist myndin í sama garði og notaður var í Jurassic Park.
– Hermt er að til standi að gera fimmtu myndina í seríunni og að hún verði þá beint framhald af þessari. Hvort af því verður kemur í ljós í haust.
Aldursmerking: 12 ára.