Nú síðar í þessum mánuði hefst kvikmyndahátíðin í Cannes í Frakklandi en á meðal þeirra mynda sem beðið er eftir með hvað mestri eftirvæntingu á hátíðinni er vestrinn The Salvation með danska leikaranum Mads Mikkelsen í aðalhlutverkinu, en leikarinn var valinn besti leikarinn á síðustu hátíð fyrir frammistöðu sína í myndinni The Hunt, eða Jagten eins og hún heitir á frummálinu.
Leikstjóri er Kristian Levring, en aðrir leikarar eru m.a. Eric Cantona, Eva Green, Mikael Persbrandt og Jeffrey Dean Morgan.
Myndin gerist árið 1870 í Bandaríkjunum. Þegar landneminn John drepur morðingja fjölskyldu sinnar, þá fær hann yfir sig reiði glæpaforingjans Delarue. Svikinn af spilltu og huglausu samfélagi, þá þarf þessi annars friðsami maður að breytast í hefnigjarnan veiðimann, vega útlagana og hreinsa til í bænum.
Kíktu á fyrstu stikluna úr myndinni hér fyrir neðan: