Mikið talað um Watchmen!

Watchmen kvikmyndin hefur verið í tökum síðan í september og lýkur ekki fyrr en í lok desember, nýlega birtust ljósmyndir frá tökusviðum sem virtust líta nánast alveg eins og í myndasögunni eftir Alan Moore og Dave Gibbons.  Fyrir alla þá sem hafa lesið myndasöguna þá er helsta áhyggjuefnið hve vel Zack Snyder leikstjórinn fari eftir efninu því Watchmen er talin vera ein af bestu myndasögum allra tíma, ef ekki sú besta.  


Jeffrey Dean Morgan leikarinn sem leikur The Comedian talaði nýlega um sín atriði í myndinni, hann talaði um hve vel væri farið eftir myndasögunni í sambandi við persónu sína.  Einnig þá hefur einn extra víst Cassandra Faust að nafni sagt frá sinni reynslu við tökur, samkvæmt henni þá eru sviðin alveg mögnuð og Jackie Earle Haley sem hefur það erfiða verk að leika Rorschach gerir það fullkomlega.  Eða eins og skrifað var á ensku „A pitch perfect performance“. 

Hinsvegar hefur ekkert af þessu verið staðfest, en allar þær fréttir sem hafa komið hingað til um Watchmen myndina eru býsna jákvæðar fyrir aðdáðendurnar.  Ég bíð spenntur eftir myndinni og mun skrifa meira um hana þegar að því kemur…