Mike Tyson leysir ráðgátur

Fyrrum hnefaleikakappinn Mike Tyson fer með aðalhlutverkið í nýjum teiknimyndaþáttum. Í þáttunum leysir hann dularfullar ráðgátur ásamt teyminu sínu sem samanstendur af draug, asískri stelpu og dúfu, en Tyson hefur um langt skeið haft mikla ástríðu fyrir fuglategundinni.

Spéfuglinn Norm McDonald ljáir dúfunni í þáttunum rödd sína, en hún er fremur drykkfelld og meinfyndin. Forsaga asísku stelpunnar er sú að Tyson á að hafa fundið hana í vöggu og tekið hana að sér. Draugurinn Marquees of Queensberry er mikið séntilmenni en í senn mikil dramadrottning.

image-scaler

Þættirnir eru framleiddir af Warner Bros og verða sýndir á kvöldrás Cartoon Network, Adult Swim. Rásin, eins og nafnið gefur að kynna, er ætluð fullorðnum og sýnir m.a. þætti á borð við Rick and Morty, sem fjallar um drykkfelldan vísindamann.

Hér að neðan má sjá stiklu úr þáttaröðinni sem ber nafnið Mike Tyson Mysteries.