Eins og sagt var hér frá á dögunum ætlar sjálfur The Rock að leika í framhaldi myndarinnar Journey to the Center of the Earth, Journey 2: The Mysterious Island, í stað Brendan Fraser, sem var of upptekinn í öðrum verkefnum. Nú segir Reuters fréttastofan frá því að sjálfur stórleikarinn breski Michael Caine sé um það bil að fara að skrifa undir samning um að leika í myndinni.
Leikstjóri er Brad Peyton og tökur byrja í næsta mánuði.
Handritið er lauslega byggt á sögu Jules Verne The Mysterious Island, en fyrri myndin var einnig lauslega byggð á bók Jules Verne, Leyndardómar Snæfellsjökuls, og var tekin að hluta hér á landi og var með Anitu Briem í aðalkvenhlutverkinu.
Í nýju myndinni mun Josh Hutcherson koma aftur í sama hlutverki og í fyrri myndinni, og leikur kærasta mömmu The Rock, sem fer í ferðalag til dularfullrar eyju í leit að afa sínum sem er þar týndur. Það er svo einmitt Michael Caine sem á að leika afann, en hlutverkið er samt sem áður svokallað Cameo, eða gestahlutverk.
Gert er ráð fyrir að hinn tvöfaldi óskarsverðlaunahafi muni taka þátt í þónokkrum hasar, þar á meðal eltingarleikjum og flótta undan risavöxnum býflugum.
Myndin verður tekin á Hawaii og í Norður Karólínu í Bandaríkjunum.