Ethan Hawke í hlutverki sakamálarithöfundar í metsöluhrollvekjunni Sinister hefur ekki sagt sitt síðasta, því von er á framhaldi myndarinnar innan skamms. Búið er að ráða breska leikstjórann Ciaran Foy, sem leikstýrði Citadel, til að leikstýra myndinni, en fyrri myndin, sem var gerð fyrir lítinn pening, sló rækilega í gegn.
Scott Derrickson, leikstjóri fyrri myndarinnar, sagði frá þessu fyrst á Twitter í vikunni.
Derrickson skrifar handritið ásamt C. Robert Cargill, en þeir skrifuðu handrit fyrri myndarinnar einnig.
Ciaran hefur leikstýrt nokkrum stuttmyndum, en fyrsta mynd hans í fullri lengd var Citadel, spennutryllir um víðáttufælinn föður og prest sem reyna að vernda dóttur mannsins fyrir villtum táningum.
Myndin vann Midnighter Audience verðlaunin árið 2012 á SXSW kvikmyndahátíðinni.
Tökur hefjast í júlí nk.
Sinister 1 var frumsýnd í október árið 2012 og ein arðsamasta mynd þess árs, en myndin kostaði einungis 3 milljónir Bandaríkjadala í framleiðslu, en þénaði 87 milljónir dala í sýningum um allan heim.