Það var sannkölluð metopnun á Mýrinni um helgina!
Myndin sló met með stærstu opnun á íslenskri mynd frá upphafi – tvöfalt stærri opnun en gamla metið og ekki nóg með það – gærdagurinn – sunnudagurinn 22. okt var stærsti b.o. dagur í bíó frá upphafi! Það þarf ekki að taka fram að þetta er langstærsta opnun ársins og hvorki meira né minna en næst stærsta opnun á kvikmynd frá upphafi mælinga.
Loksins tóku íslenskir bíógestir við sér og fóru á íslenska mynd í stórum stíl svo um munaði en það er ekkert sjálfgefið lengur með íslenskar myndir en þegar menn gera mynd í slíkum klassa eins og Mýrina og allt efni eins og trailerar og artwork eru með því besta sem um getur og kynna myndina vel láta bíógestir ekki á sér standa. Tekjur helgarinnar af miðaverði námu hátt í 16 milljónum og nú hafa hátt í 16.000 manns séð myndina en vissulega hjálpar allur sá mikli fjöldi sem hefur lesið Mýrina sem og aðrar bækur Arnaldar Indriðasonar.
METIN:
STÆRSTA OPNUN Á ÍSLENSKRI MYND FRÁ UPPHAFI – TVÖFALT STÆRRI EN GAMLA METIÐ
LANGSTÆRSTA OPNUN ÁRSINS
STÆRSTI EINSTAKI B.O. DAGUR FRÁ UPPHAFI – SUNNUDAGURINN 22. OKT 2006
NÆST STÆRSTA OPNUN FRÁ UPPHAFI
Dómar gagnrýnenda og viðtökur almennings og stemmningin almennt í kringum myndina er lykillinn að þessari frábæru byrjun og ef maður ber saman byrjanir á öðrum risamyndum hvort sem þær eru íslenskar eða erlendar gæti Mýrin endað á því að slá út öll aðsóknarmet og orðið stærsta mynd allra tíma þegar yfir lýkur!
Myndin er sýnd um allt land í Smárabíói, Regnboganum, Laugarásbíói, Háskólabíói, Borgarbíói Akureyri, Selfossbíói og Sambíóunum Keflavík.

