James Bond leikarinn Daniel Craig og eiginkona hans Rachel Weisz trekkja að áhorfendur hvar sem þau koma og hvað sem þau gera.
Í leikritinu Betrayal, eftir Harold Pinter, sem sýnt er nú við miklar vinsældir í leikhúsi á Broadway í New York, leika þau hjónakornin hjón, en eftir framhjáhald annars aðilans þá molnar sambandið til grunna.
Leikritið hefur slegið í gegn eins og áður sagði og tekjur af sýningu þess nema nú 1,1 milljón Bandaríkjadala í forsýningum, en opinber frumsýningardagur er 27. október nk.
Þetta er nýtt met hjá leikhúsinu, the Ethel Barrymore Theatre, á sjö fyrstu sýningum á verki. Fyrra metið átti uppfærsla frá árinu 2012 af Sölumaður deyr, eða Death of a Salesman, með Hollywoodstjörnunum Philip Seymour Hoffman og Andrew Garfield í aðalhlutverkum.