Framleiðslu ævintýraþáttanna Merlin, sem sýndir eru hér á landi, hefur verið hætt, en nú er fimmta þáttaröðin í sýningu á BBC One sjónvarpsstöðinni í Bretlandi. Síðasti þátturinn verður sendur út um jólin, og mun þá sagan ná hámarki í baráttunni um Camelot kastalann.
Það er þó ekki öll von úti fyrir aðdáendur þátttanna því að meðframleiðendur þáttanna, þau Johnny Capps og Julian Murphy, eru að undirbúa að gera hliðarseríur ( spin – offs ) af þáttunum.
Það eru þau Colin Morgan, Bradley James og Katie McGrath sem leika aðalhlutverkin í þáttunum, sem byggðir eru á goðsögunni um Artúr konung og töframanninn Merlin.
Capps og Murphy segja að þau hafi alltaf talið að eðlileg lengd fyrir seríuna væri fimm þáttaraðir sem myndi síðan enda með miklu sjónarspili.