Hinn gríðarlega vinsæli höfundur Stephen King hefur oft lent í því að kvikmyndir gerðar eftir bókum hans hafi verið tekið fálega, þó ein og ein sé vissulega góð. Fyrir nokkrum árum skrifaði hann bókina The Talisman, ásamt höfundinum Peter Straub, og fjallar hún um ungan dreng sem leggur í gríðarlega ferð um öll Bandaríkin og töfraheima sem liggja samhliða okkar heimi, í leit að meni einu sem getur bjargað lífi dauðvona móður hans. Nú hefur handritshöfundurinn Ehren Kruger ásamt áðurnefndum Straub skrifað kvikmyndahandrit uppúr bókinni. Vadir Perelman, nýr leikstjóri, mun leikstýra myndinni fyrir Dreamworks kvikmyndaverið. Universal kvikmyndaverið mun síðan sjá um alþjóðlega dreifingu á myndinni og taka þátt í framleiðslukostnaðinum í samræmi við það.

