Meira slæmt varðandi M:I-3

Eftir sífelldar tafir á áætlum þriðju Mission: Impossible myndarinnar færi maður að spyrja sjálfann sig hvort leikararnir væru ekki bara farnir að gefast upp á þessu… Og jú, viti menn, samkvæmt viðtali Tom Cruise við Entertainment Weekly sagði hann að óvíst er að þau Scarlett Johansson, Kenneth Branagh og Carrie Ann-Moss haldi þessu áfram. Cruise, aftur á móti, mun vera kyrr.
Tökur voru frestaðar þar til um sumarið 2005 svo að nú er verið að endurmóta handritið eftir að nýi leikstjórinn Jim Abrams tók við stjórnvöllinn frá því að Joe Carnahan þurfti að hætta. Cruise verður annars vegar að setja þessa mynd til hliðar, því nú á næstunni mun hann vera upptekinn við hina rándýru War of the Worlds þar sem hann mun aftur vera kominn í samstarf við Steven Spielberg.