Barbie, eftir Gretu Gerwig, hefur slegið hressilega í gegn í miðasölunni og nú er svo komið að meira en fjörutíu þúsund manns hafa séð myndina á þeim tveimur vikum sem myndin hefur verið í sýningum. Tekjur myndarinnar á tímabilinu nema hvorki meira né minna en sjötíu milljónum króna, en myndin var vinsælasta kvikmyndin á Íslandi eftir sýningar síðustu helgar.
Næst vinsælasta kvikmyndin í bíó, með frábæra aðsókn einnig, er hin sannsögulega Oppenheimer, um föður kjarnorkusprengingarinnar, en rúmlega níu þúsund manns sáu myndina um helgina. Höfundur hennar er Christopher Nolan. Samtals hafa 23 þúsund og fimm hundruð manns séð myndina og tekjurnar eru rúmlega 44 milljónir króna.
Tom Cruise númer þrjú
Þriðja vinsælasta kvikmyndin í bíó um síðustu helgi var Mission Impossbile: Dead Reckoning – Part 1 þar sem Tom Cruise og félagar reyna að finna mikilvægan lykil.
Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: