Hin sykursæta Meg Ryan er orðin þreytt á sykursætri ímynd sinni og ætlar sér að reyna við alvarlegri hlutverk í framtíðinni. Fyrsta skrefið í þá áttina er næsta mynd hennar, Against The Ropes. Er hún byggð á sannsögulegum heimildum og fjallar um Jackie Kallen, fyrstu konuna sem gerðist umboðsmaður boxara og gekk vel. Meðal annars sá hún um feril James Toney, sem var heimsmeistari í milliþungavikt um tíma. Myndinni verður leikstýrt af gamla brýninu og b-leikaranum Charles Dutton.

