Meg Ryan leikur í dónalegri mynd

Meg Ryan er greinilega búin að fá leið á sykursætri ímyndinni. Hún hefur því ákveðið að taka að sér aðalhlutverkið í myndinni In The Cut, en henni hefur verið lýst sem erótískum þriller. Gerist hún í New York og fjallar um konu eina sem hefur eldheitt kynferðissamband við rannsóknarlögreglumann einn sem rannsakar óútskýrð morð í nágrenninu. Er myndin byggð á bók eftir Susanna Moore, en sú bók er fræg fyrir afar opinskáar lýsingar á kynferðisathöfnum og ofbeldisverkum. Leikstýran Jane Campion ( The Piano ) mun leikstýra og Nicole Kidman framleiðir.