Nú styttist í frumsýningu ævintýramyndarinnar Jack The Giant Slayer sem er byggð á sögunni um Jóa og baunagrasið. Hún verður frumsýnd 22. mars.
Leikstjóri er Bryan Singer, sem gerði The Usual Suspect og X-Men. Í aðalhlutverkum eru Nicholas Hoult (strákurinn úr About a Boy), Eleanor Tomlinson, Ewan McGregor, Stanley Tucci, Eddie Marsan og Ian McShane.
Sígild ævintýri virðast eiga upp á pallborðið í Hollywood um þessar mundir og má þar nefna Lísu í Undralandi, Mjallhvíti og Hans og Grétu.
Í myndbandinu hér fyrir neðan, ræða leikarar og leikstjóri Jack The Giant Slayer, þar á meðal Ewan McGregor og Stanley Tucci, um gerð myndarinnar. Spyrill er bandaríski kvikmyndagagnrýnandinn og heimildarmyndaframleiðandinn Jake Hamilton.