McConaughey í Tishomingo Blues

Suðurríkjamaðurinn Matthew McConaughey á í samningaviðræðum um að leika aðalhlutverk í leikstjórnarfrumraun Don Cheadle, sem gerð er eftir bók Elmore Leonards og nefnist Tishomingo Blues. Myndin fjallar um Dennis Lenahan sem hefur atvinnu af hádýfingum í circus. Hann flækist í mafíumál þegar hann verður vitni að morði sem þeir fremja, og svindlari einn (leikinn af Cheadle sjálfum) sem ætlar sér stóra hluti á svæði mafíunnar, verður einnig vitni að morðinu. Þeir tveir verða vinir, og lenda í því eftir miklar flækur að þurfa að taka þátt í leikgerð þar sem hermt er eftir atburðum þrælastríðsins ásamt meðlimum mafíunnar, dópsölum og skuggalegum kaupsýslumönnum. Byssukúlurnar eru þó ekta.