MGM kvikmyndaverið hefur fengið handritshöfundinn Craig Titley (sem endurskrifaði handritið að væntanlegri mynd um Scooby-Doo ) til þess að skrifa handrit um sannsöguleg ævintýri lögfræðingsins Maury Kravitz. Kravitz þessi er mikill Genghis Khan aðdáandi og fór fyrir nokkrum árum ásamt fríðu föruneyti sérfróðra manna til þess að finna veldissprota harðstjórans grimma. Hann gerði gott betur og fann gröfina þar sem hann gæti hafa verið grafinn ásamt ríkidæmi sínu. Maður heyrir alveg Indiana Jones lagið undir (da da dada, da da da, da da dada, dadadada)

