Marvel Studios og Edward Norton hafa lent í smá rifrildi varðandi lokaútgáfu stórmyndarinnar The Incredible Hulk sem kemur 13.júní 2008 og verður ein af stórmyndum næsta sumars.
Þannig er nú mál með vexti að framleiðendur myndarinnar eru farnir að pota fullmikið í klippingu myndarinnar að mati Norton. Áætlun framleiðendanna var sú að byggja upp ekta stórmynd, troðfullri af hasaratriðum og mynd sem er undir 2 klukkustundum að lengd. Norton var hins vegar frekar ósáttur með þetta og vildi fá aðeins yfirvegaðri mynd sem væri 2 klukkustundir og 15 mínútur að lengd.
„Eins og margir aðrir þá hef ég horft á Hulk síðan ég var krakki. Þess vegna var ég algerlega upp með mér þegar Marvel buðu mér að hjálpa til við gerð myndarinnar ásamt því að leika í henni og vera einn af framleiðendunum. Hins vegar kemur alltaf upp ósætti þegar svona myndir eru gerðar og fjölmiðlar hafa mistúlkað þetta sem einhverskonar stórt rifrildi, en sannleikurinn er sá að það er alls ekki staðan á hlutunum. Ég veit að við viljum öll sjá stóra græna kallinn í góðum málum uppi á hvíta tjaldinu.“ sagði Edward Norton meðal annars í fréttatilkynningu sem hann gaf út í samráði við Marvel og Universal.
Því er ljóst að allir aðilar sitja sáttir við borð, en við verðum víst að bíða og sjá hvor aðilinn hefur fengið vilja sínum framfylgt!

