Söngfuglinn og taugahrúgan Mariah Carey hefur ekki enn fengið nóg af því að leika, því miður. Þrátt fyrir afspyrnuslæmar móttökur síðustu myndar hennar, Glitter, hefur henni verið boðin þátttaka og hlutverk í nýrri mynd sem heitir Sweet Science. Í henni leikur hún kvenkyns hnefaleikaskipuleggjanda sem ræður og þjálfar upprennandi hnefaleikakappa. Hún verður vafalaust mjög trúverðug í hlutverkinu. Anthony Esposito framleiðir myndina, og tökur hefjast í sumar.

