Maður var skotinn til bana í kvikmyndahúsi í Pasco County í Bandaríkjunum á mánudagskvöld. Ástæða þess var sú að hann var að senda textaskilaboð á meðan myndinni stóð.
Banamaðurinn er fyrrverandi lögreglumaður og lenti hann og fórnarlambið í rifrildi vegna þess að sá síðarnefndi var að trufla hann með því að senda textaskilaboð í gegnum símann sinn. Eftir hörkulegt rifrildi tók fyrrverandi lögreglumaðurinn upp byssu og skaut manninn til bana.
„Fórnarlambið var í símanum sínum, hávaðinn í símanum vegna textaboða sem hann var að fá olli uppnámi milli banamannsins og fórnarlambsins,“ útskýrir lögregluforinginn Chris Nocco.
Atburðurinn gerðist á kvikmyndinni Lone Survivor, með Mark Wahlberg í aðalhlutverki.
Vitorðsmaður segir að fórnarlambið hafi verið að skrifa skilaboð til dóttur sinnar, rétt áður en hann var myrtur.