Manneskjunar verða tækniþróaðri í Independence Day 2

independence-dayFramhaldsmyndin að Independence Day mun gerast í nútímanum, eða u.m.þ.b. 20 árum eftir að fyrsta myndin var gerð.

Handritshöfundar myndarinnar, Dean Devlin og Roland Emmerich, sögðu frá því í viðtali á dögunum að myndin muni gerast í nútímanum, en þó í tækniþróaðari nútíma, því manneskjunar hafa komist að miklum tækniundrunum í geimskipum geimveranna sem brotlentu á jörðinni.

„Þetta breytir augljóslega heiminum, manneskjunar hafa uppgvötað alla þá tækni sem geimverunar bjuggu yfir,“ sagði Emmerich, sem mun einnig leikstýra myndinni.

Það er því augljóst að Emmerich og Devlin hafa lagt á sig mikla heimildarvinnu í handritið og eru þeir miklir áhugamenn um tímaferðalög í gegnum ormagöng, sem eru þó aðeins fræðileg fyrirbæri, en það er allt leyfilegt í vísindaskáldskap.

„Manneskjurnar vita að geimverunar munu koma aftur, og að eina leiðin til þess að ferðast um geiminn á sem stystum tíma sé í gegnum ormagöng. Það tekur geimverunar um 2-3 vikur að ferðast þannig,“

Það er því spurning hvort að manneskjunar séu orðnar það tækniþróaðar að þær geti búið yfir tækni sem gerir þeim kleift að berjast á móti ferðalögum geimveranna, eða vitað hvenær von sé á þeim.

Emmerich hefur einnig staðfest að leikarinn Will Smith muni ekki snúa aftur í hlutverk sitt í framhaldsmyndinni, einfaldlega útaf því hann er of dýr. Smith lék flugmanninn Steven Hiller í fyrstu myndinni og skaust hátt á stjörnuhimininn í kjölfarið.