Fyrsta stiklan er komin fyrir frumraun bandaríska leikarans Keanu Reeves sem leikstjóra, Man of Tai Chi.
Handrit myndarinnar skrifaði Michael G. Cooney, en myndin var tekin að öllu leyti í Kína. Leikarar eru Tiger Hu, sem var leikari og áhættuleikari í Matrix Reloaded/Revolutions, Karen Mok, Iko Uwais ásamt Keanu Reeves sjálfum og fleirum.
Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:
Eins og sjá má þá er góður skammtur af austurlenskum bardagaatriðum í myndinni, en það var slagsmálahöfundurinn, goðsögnin sjálf, Yuen Woo-Ping, sem sá um útfærslu þeirra.
Myndin gerist í Beijing nútímans og fjallar um andlegt ferðalag ungs bardagalistamanns sem leikinn er af Chen, en hæfileikar hans færa honum bæði spennandi tækifæri og sársaukafulla valkosti.
Sagt er að í myndinni séu 40 mínútur af slagsmálaatriðum.
Stefnt er að frumsýningu myndarinnar í Kína í sumar, en ekki er kominn frumsýningardagur fyrir myndina í Bandaríkjunum.
Reeves mun einnig sjást í myndinni 47 Ronin síðar á árinu, auk þess sem vísindaskáldsagan Passengers er í framleiðslu, en nýbúið er að ráða Game of Thrones leikstjórann Brian Kirk til að leikstýra þeirri mynd.