Disney heldur áfram að færa teiknimyndir sínar yfir í leikinn búning og nú er fyrirtækið með í undirbúningi leikna útgáfu af „Sword in Stone“ eða Sverð fast í steini, í lauslegri þýðingu. Handritið mun Game of Thrones handritshöfundurinn Bryan Cogman skrifa, samkvæmt frétt Variety.
Upphaflega teiknimyndin var byggð lauslega á samnefndri skáldsögu T.H. White, sem varð svo hluti af ævintýrabók hans um Arthúr konung, „The Once and Future King.“
Teiknimyndin, sem er frá árinu 1963, fjallar um 12 ára gamlan munaðarlausan strák að nafni Arthur, sem verður konungur eftir að hann nær að losa sverð sem var fast í steðja.
Cogman birti mynd af sér á Twitter að toga sverð úr steini í Disneyland í tilefni af verkefninu, og skrifaði undir „Resaerch“ eða rannsóknarvinna:
Research. pic.twitter.com/jpEja5gTdz
— Bryan Cogman (@b_cogman) July 20, 2015
Leiknar Disneymyndir, gerðar eftir teiknimyndum, hafa gengið glimrandi vel; Alice in Wonderland, en framhaldsmyndin Alice Through the Looking Glass” kemur 2016, Maleficent og Cinderella, hafa allar verið mjög vel sóttar í bíó.
Leiknar myndir af Beauty and the Beast, með Emma Watson í aðalhlutverki, The Jungle Book með Jon Favreau sem leikstjóra og Scarlett Johansson, Lupita Nyong’o og Bill Murray meðal leikenda, Mulan, Dumbo, í leikstjórn Tim Burton, Winnie the Pooh, Tinker Bell, með Reese Witherspoon í aðalhlutverki, Fantasia og Aladdin forsaga, eru allar í vinnslu.