Leikarinn Boyd Holbrook, hefur ákveðið að færa sig yfir á öfugan helming laganna. Leikarinn, sem þekktur er fyrir hlutverk sitt sem lögreglumaður í sjónvarpsþáttunum The Narcos, hefur verið ráðinn til að leika aðal óþokkann í Wolverine 3, en það er að sjálfsögðu Hugh Jackman sem leikur Wolverine sem fyrr, auk þess sem Star Trek leikarinn Patrick Stewart leikur í myndinni.
Holbrook mun leika uppstökkann og skapillan yfirmann öryggismála hjá alþjóðlegu risafyrirtæki, sem er upp á kant við X-Men manninn með stálklærnar, Wolverine, eða Logan eins og hann heitir öðru nafni.
Tökur munu hefjast nú í maí nk.
James Mangold leikstýrir eftir handriti David James Kelly. Jackman, sem nú hefur leikið þessa Marvel persónu í næstum 20 ár, og hefur sagt að honum finnist hann fara að verða of gamall fyrir hlutverkið, sagði í fyrra að þessi þriðja mynd yrði stök, þ.e. ekki framhald af annarri mynd, og hún yrði hans síðasta í hlutverkinu.
Stefnt er að frumsýningu 3. mars 2017.
Holbrock, sem er frá Kentucky í Bandaríkjunum, hefur leikið lögreglumanninn Steve Murphy í hinni 10 þátta Netflix seríu The Narcos, en hún fjallar um líf og eltingarleikinn við eiturlyfjabaróninn Pablo Escobar. Önnur þáttaröð seríunnar er væntanleg síðar á þessu ári.