Logandi plakat fyrir Hungurleika

Fyrsta kitlið fyrir Hunger Games 2, The Hunger Games: Catching Fire, er komið út, en um er að ræða lifandi plakat þar sem segir m.a.: Every Revolution Begins With a Spark, eða  Sérhver bylting hefst með neista.

Leikstjóri myndarinnar er Francis Lawrence og aðalhlutverk leika þau Jennifer Lawrence, Josh Hutcherson, Liam Hemsworth, Donald Sutherland og Woody Harrelson, eins og í fyrri myndinni. Nýir leikarar í þessari mynd eru þau Philip Seymor Hoffman, Lynn Cohen, Alan Ritchson, Jena Malone, Sam Claflin og Jeffrey Wright. 

Myndin hefst eftir að Katniss Everdeen kemur heim til sín eftir að hafa unnið 74. árlegu Hungurleikana ( Hunger Games ), ásamt félaga sínum Peeta Mellar. Sigur þýðir að þau verða núna að fara í sigurferð um landsvæðin ( districts ) og skilja vini sína og fjölskyldur eftir heima. Á ferðinni skynjar Katniss að uppreisn er í aðsigi, en The Capitol stendur samt traustum fótum og Snow forseti er að undirbúa 75. árlegu Hungurleikana ( The Quarter Quell )  – sem er keppni sem getur breytt landinu Panem til framtíðar.

The Hunger Games: Catching Fire verður frumsýnd 22. nóvember 2013.