Litla Bretland hyggur á innrás í BNA

Matt Lucas og David Walliams úr Littla Bretlandi eru við það að búa til bandaríska útgáfu af þáttunum. Búist er við því að í nýju útgáfunni verði bæði gamalkunnir karakterar í bland við slatta af glænýjum.

Þættirnir byrjuðu upphaflega sem útvarpsþættir fyrir sex árum en fengu náðsamlega pláss í sjónvarpsdagskránni þegar þeir höfðu sankað að sér sæmilega stórum aðdáendahóp. Samkvæmt Walliams eru þeir kumpánar spenntir yfir því að koma þáttunum fyrir sjónir sem flestra og því ánægðir með þetta tækifæri.