Listi yfir sigurvegarana á Cannes!

Franska myndin Entre les murs fékk Gullpálmann í Cannes sem lauk nú í dag, en þetta er fyrsta sinn í 21 ár sem aðalverðlaunin fara til Frakklands. Myndin þýðist yfir á íslensku sem Skólabekkurinn og fjallar um líf í menntaskóla einum yfir eitt ár. Hún byggir á skáldsögu Francois Begaudeau um reynslu hans sem kennara, en í myndinni leikur hann sjálfan sig en aðrir leikarar eru raunverulegir framhaldsskólanemendur.

Dómnefndir segir að þetta sé mögnuð mynd í alla staði og sé vel að verðlaunum komin.

Listinn yfir vinningshafana er því eftirfarandi:

Gullpálminn: “Skólabekkurinn (Entre les murs), Laurent Cantet (Frakkland).
Sérstök stórverðlaun: “Gomorrah,” Matteo Garrone (Ítalía).
Dómnefndarverðlaun: “Il Divo,” Paolo Sorrentino (Ítalía.
Sérstakar 61 árs Cannes afmælisviðurkenningar: Catherine Deneuve (Frakkland) og Clint Eastwood (Bandaríkin).
Besti leikstjóri: “Three Monkeys,” Nuri Bilge Ceylan (Tyrkland).
Besti leikari: Benicio Del Toro, “Che” (Bandaríkin).
Besta leikkona: Sandra Corveloni, “Linha de Passe” (Brasilía).
Besta handrit: “Lorna’s Silence,” Jean-Pierre og Luc Dardenne (Belgía).
Gullna Myndavélin (fyrsta verk leikstjóra): “Hunger,” Steve McQueen (Bretland).
Besta stuttmynd: “Megatron,” Marian Crisan (Rúmenía).

Þess má geta að Rúnar Eyjólfur Rúnarsson fékk tilnefningu fyrir
stuttmyndina Smáfugla en vann ekki að þessu sinni, hins vegar er
tilnefningin ein frábær viðurkenning fyrir verk hans.

Þá er að bíða og sjá hvort einhverjar af þessum myndum rati ekki á klakann!