Lemur pabba með sleggju – Kitla úr Sinister 2

Ný kitla hefur verið birt úr framhaldi hrollvekjunnar Sinister, sem sló óvænt í gegn árið 2012. Kitlan var fyrst birt í gær á feðradaginn í Bandaríkjunum, sem var engin tilviljun, enda virðist litla stelpan í kitlunni vera um það bil að fara að berja föður sinn í höfuðið með sleggju…!

sinister

„Góða nótt pabbi,“ segir hún áður en tökuvélin beinist að föðurnum liggjandi í blóði sínu á gólfinu.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan:

Í þessari nýju mynd veldur óvætturinn Bughuul áframhaldandi usla, þegar Shannyn Sossamon og 9 ára tvíburasynir hennar flytja í afvikið hús úti í sveit og fljótlega komast þau að því að fasteignasalinn sagði þeim ekki alla söguna um húsið …

Leikstjóri er Ciarán Foy.

Myndin er væntanleg í bíó í Bandaríkunum 21. ágúst nk.