Leikstýrir Army of the Dead

Zack Snyder, leikstjóri hinnar geysivinsælu 300, er byrjaður að undirbúa gerð myndarinnar Army of the Dead. Ekki hefur verið ákveðið hvort hann leikstýri myndinni eða láti sér nægja að framleiða hana. Þrátt fyrir nafngiftina verður Army of the Dead ekki framhald Dawn of the Dead, sem Zack leikstýrði með eftirminnilegum árangri árið 2004. Að því er segir á fréttavef Empire fjallar Army of the Dead um feðgin sem eru í sóttkví í Las Vegas og reynir faðirinn allt sem hann getur til að koma í veg fyrir dauða dóttur sinnar. Áður en Zack sendir frá sér þessa mynd mun hann leikstýra Watchmen sem er væntanleg í bíó sumarið 2008. Fjallar hún um hóp fólks með ofurmannlega hæfileika sem reynir að bjarga jörðinni frá glötun.