… Ásamt hjartaknúsaranum, Channing Tatum.
Lítið er vitað um verkefnið, en nokkuð er þó ljóst: handritshöfundurinn Billy Ray -sem skrifaði m.a. State of Play og Breach– hefur ásamt Tatum verið að flakka um Hollywood með handrit sem hingað til var þekkt sem ‘Peter Pan Begins’. Verkefnið hefur farið huldu höfði og nú hafa þeir loks fengið grænt ljós frá Sony til að láta það rætast undir nýja nafninu Neverland og það er enginn annar en Gavin O’Connor, leikstjóri hinna marglofuðu Warrior, sem mun sjá um leikstjórn myndarinnar.
Að öllum líkindum er þetta einhverskonar uppruna-saga um upphaf Pétur Pans í Hvergilandi, en við þurfum að bíða og sjá þangað til meira fréttist af myndinni. Channing Tatum er nú einn aðsóknarmesti leikari ársins með myndina The Vow. Nýjasta myndin hans, sem kemur út í dag í Bandaríkjunum, 21 Jump Street, hefur verið að fá mjög góða dóma og segja gagnrýnendur Tatum lifa sig vel í gamanleikinn . Þannig það er aldrei að vita hvort Neverland sé létt og gamansöm útfærsla á ævintýrum Pétur Pans eða alvarlegri karakterstúdía að hætti O’Connor.
Hvor útfærsluna væruð þið frekar til í að sjá og er Tatum rétti maðurinn í hlutverkið?