Leikstjóri T3 gerir gamaldags hrylling

Leikstjórinn Jonathan Mostow sem er að leikstýra þriðju Terminator myndinni, er búinn að skrifa undir samning um að leikstýra strax á eftir henni kvikmyndina The House At The End Of The Street. Ekkert er enn vitað um söguþráð myndarinnar, en Mostow segir sjálfur að hann hafi orðið fyrir svo miklum vonbrigðum með hryllingsmyndir síðustu ára, að hann langi sjálfum að sýna heiminum hvernig eigi að búa þær til. Hugmyndina að myndinni fékk hann sjálfur, og fékk handritshöfundinn Richard Kelly ( Donnie Darko ) til þess að skrifa handritið.