Eftir að hafa endurlífgað Fast & Furious-seríuna og breytt henni í eina þá tekjuhæstu hjá kvikmyndaverinu Universal, hefur leikstjórinn Justin Lin verið ráðinn í framhaldsmyndina The Bourne Legacy með Jeremy Renner í aðalhlutverki.
Nýja myndin hefur ekki enn hlotið nafn. Reiknað er með að Renner snúi aftur í höfuðrullunni. Handritshöfundur verður Anthony Peckham sem skrifaði handritið að fyrri Sherlock Holmes-myndinni.
Miðasölutekjur af The Bourne Legacy námu rúmlega 275 milljónum dala úti um allan heim.
Lin hefur leikstýrt alls fjórum Fast & Furious-myndum.