Búið er að ráða breska leikritaskáldið Michael Lesslie til að skrifa handrit myndarinnar sem gera á eftir tölvuleiknum vinsæla Assassins´s Creed.
Lesslie er ekki endilega sá frægasti í kvikmyndahandritabransanum, en hann hefur vakið athygli fyrir skrif sín fyrir stuttmyndir og leikhús.
Lesslie fær það hlutverk í Assassins Creed að skrifa texta handa breska leikaranum Michael Fassbender m.a. sem mun leika aðalhlutverkið í myndinni, ásamt því að framleiða.
Fassbender leikur Desmond Miles, barþjón sem er rænt af leynilegum samtökum og sendur aftur í tímann í gegnum minningar forfeðra sinna sem voru leigumorðingjar. Verkefni Miles er síðan að finna fornmuni.
Nú þegar Fassbender og Lesslie eru komnir á blað, þá leita framleiðendur nú að leikstjóra og fleiri leikurum, en stefnt er á að hefja framleiðslu myndarinnar næsta sumar.