Leikjatal tekur League of Legends

Eftir góðar viðtökur við fyrsta Leikjatals-þættinum ( Leikjatal er svona eins og Bíótal, en samt ekki ) þá ákváðu þeir Hilmar Smári Finsen og Arnar Steinn Pálsson að gefa út nýjan þátt en í þetta skipti fjalla þeir um vinsæla netleikinn League Of Legends en fyrir þá sem að ekki vita þá dregur hann uppruna sinn af DotA fítus sem að var í warcraft leikjaseríunum.

Leikurinn er búinn að vera til síðan 2009 og er stanslaust verið að betrumbæta hann síðan þá og búið að bæta mörgum „champions“ inn. – Auðveldlega er hægt að ná í leikinn.

Leikjatalið má finna hér. Endilega komið með ykkar eigið álit og jafnvel eigin reynslu á leiknum fyrir þá sem að hafa spilað hann.

Einnig eru drengirnir með Facebook síðu. Vinsamlegast lækið hana ef þessir hugprúðu drengir hitta í mark hjá ykkur.

PS. Bíótal verður með breyttu sniði næst og verða tvær myndir teknar fyrir í einu (löngu) vídeói. Góðar fréttir?
Vonandi.

 

Stikk: