Leikarahópur 'Star Wars: Episode VII' tilkynntur

Framleiðslufyrirtækið Disney, ásamt leikstjóranum J.J. Abrams, tilkynntu í dag leikarahópinn fyrir nýjustu Star Wars-myndina. Það mun eflaust gleðja marga að aðalleikarar upprunalegu myndanna munu snúa aftur í hlutverkum sínum og má þar nefna Harrison Ford, Carrie Fisher og Mark Hamill.

star-wars-actorsFyrsta myndin af leikarahóp Star Wars: Episode VII, ásamt leikstjóranum J.J Abrams.

J.J. Abrams hefur lengi setið undir þrýstingi fjölmiðla og aðdáenda varðandi hverjir munu leika í myndinni. „Við erum svo ánægð að fá loksins að tilkynna hverjir munu leika í Star Wars: Episode VII. Það er bæði spennandi og súrrealískt að sjá upprunalega leikarahópinn ásamt nýjum andlitum koma saman og gefa líf í þessa veröld. Við munum hefja tökur eftir nokkrar vikur, og allir eru að gera sitt besta til þess að gera aðdáendur stolta.“ sagði J.J. Abrams er hann tilkynnti leikarahópinn.

Hér að neðan má sjá nöfn þeirra leikara sem verða í burðarhlutverkum í Star Wars: Episode VII.

John Boyega, Daisy Ridley, Adam Driver, Oscar Isaac, Andy Serkis, Domhnall Gleeson, Max von Sydow, Harrison Ford, Carrie Fisher, Mark Hamill, Anthony Daniels, Peter Mayhew og Kenny Baker.

Star Wars: Episode VII verður frumsýnd þann 18. desember, 2015.

Stikk: