Aðra vikuna í röð eru leigumorðingjarnir um borð í hraðlestinni í kvikmyndinni Bullet Train vinsælastir í bíó á Íslandi. Tæplega þrettán hundruð manns greiddu aðgangseyri á myndina, sem var um 2,3 milljónir króna um síðustu helgi.
Hér má lesa umfjöllun um myndina.
Nýjasta mynd Jordan Peele, Nope, þar sem geimverur koma meðal annars við sögu, náði öðru sætinu en litlu munar í tekjum mynda í fyrsta og öðru sæti listans.
Þriðja sætið er sem fyrr í eigu Elvis sem nú er á sinni áttundu viku á lista.
Skósveinar tekjuhæstir
Tekjuhæsta kvikmyndin á listanum er Minions: The Rise of Gru, eða Skósveinarnir: Gru rís upp, með samtals 62 milljónir króna í greiddan aðgangseyri eftir sjö vikur í sýningum. Þar á eftir kemur Marvel ofurhetjumyndin Thor: Love and Thunder með 58 milljónir eftir sex vikna sýningar. Þá er Top Gun: Maverick búin að hala inn fimmtíu og sex milljónum króna á 12 vikum.
Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: