Leia og Geimgengill þurfa að grennast

lukeÚtlit er fyrir að Carrie Fisher og Mark Hamill snúi aftur á hvíta tjaldið í sínum frægustu hlutverkum fyrr og síðar, sem Leia prinsessa og Logi Geimgengill í Stjörnustríðsmyndunum. Sem kunnugt er keypti Disney-veldið Lucasfilm af George Lucas í fyrra ásamt einkaleyfinu að Star Wars og stendur til að ný mynd bætist í bálkinn 2015. Disney vill snúa til upphafsins og þó að þau hafi samþykkt af fá upprunalega leikhópinn í nýjustu Star Wars myndina, þá eru settar nokkrar kröfur. Hamill og Fisher þurfa nefnilega að létta sig áður en tökur á myndinni byrja.

Það er nokkuð ljóst að kröfur um líkamlegt atgervi hafa aukist til muna frá því ráðið var í hlutverk fyrstu þrennunnar, því nú á að setja ákveðnar kröfur um útlit og líkamlegt form leikara.

Nýverið kom út útlitslýsing á persónum sjöunda myndarinnar og hljóðar hún svona:

Ungur maður á aldursbilinu 20-25 ára. Fyndinn og klár. Í góðu líkamlegu formi en ekki myndarlegur í hefðbundnum skilningi.

Maður í kringum þrítugt. Einnig í góðu formi en þessi er myndarlegur og sjálfsöruggur.

Stelpa á efri unglingsárum, sjálfstæð með gott skopskyn og einnig vel á sig komin líkamlega.

Önnur ung kona á svipuðu reiki, hörð, gáfuð og í góðu formi.

Maður á fertugsaldri, áberandi vel á sig kominn líkamlega. Þessi er hermannstýpa.

Maður í kringum þrítugt. Þessu er gáfaða týpan.

Og að lokum, maður í kringum sjötugt með sterkar skoðanir og harður í horn að taka.

Stikk: